Right Brain

2003-2005

Hrafnhildur Arnardóttir-Shoplifter 1969-

LÍ-11479

Form verksins minnir á fljúgand fugla eða fugl. Það má þó rýna í formin og litina, dökkbrúnar yfir í skollitaðar hárflétturnar og lausu lokkana, án þess að myndin skýrist. Þannig er jafnframt myndin af heilastarfsemi mannsins, fremur óljós og dularfull. Þar búa tilfinningarnar, minnið og úrvinnsla þess sem maðurinn sér og reynir svo vísað sé í heiti verksins. Hrafnhildur fer nýjar leiðir í verkum sínum þótt hún í efnisvali sínu notist við alþýðuhefð sem barst til Íslands um miðja 19. öld, þegar farið var að vinna myndverk og skartgripi úr hári. Nýstárleg og stundum hrollvekjandi verk hennar vöktu að vonum mikla athygli strax í upphafi ferils hennar. Tilfinningar fólks til hárs geta verið flóknar og mismunandi eftir menningarheimum og því geta fylgt galdrar eins og í sögunni um Búkollu: "Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina." Svo göldrótt getur hár kvenna jafnvel verið að þeim er gert að fela það. Rannsóknir Hrafnhildar á merkingu hárs og táknrænum skapandi birtingarmyndum hafa með tímanum þróast í risastórar innsetningar þar sem efniviðurinn er litríkt gervihár.

  • Ár2003-2005
  • GreinTextíllist, Textíllist - Blönduð tækni, Blönduð tækni
  • Stærð220 x 325 x 9 cm
  • EfnisinntakHár
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniHár, Mannshár, Viður

Treasures of Icelandic Art

The museum is open every day from 10am - 5pm.