Sætaskipan
2020
Sigurður Atli Sigurðsson 1988-
Verkið sýnir hinar ýmsu útfærslur af uppröðun stóla í rými. Rýmið er óskilgreint en maður sér fyrir sér kennslustofu, fyrirlestrarsal, árshátíð, teserimóníu, húsfélagsfund. Verkið vísar í sögustundina við varðeldinn og kvöldvökuna á baðstofunni, en einnig í valdastrúktúra og samfélagsskipulög. Það er einungis einn fasti í verkinu, en það er sögumaðurinn / fyrirlesarinn / kennarinn.