Viðgerðarmaðurinn

1994

Anna Líndal 1957-

LÍ-11546

Með ljóðrænum kvennapólitískum verkum sem Anna Líndal vann á árunum 1994-2000 afhjúpar hún viðteknar hugmyndir um stöðu konunnar í samfélaginu. Hún vinnur jöfnum hönum með stök verk og innsetningar sem hafa samfélagslega vísun, stundum ádeilu eða vangaveltur um málefni líðandi stundar. Hún byggir á rannsóknum á viðfangsefninu þar sem efnisnotkunin er í ætt við DADA og Fluxus, tilbúnir hlutir settir í nýtt samhengi þar sem hvergi er hvikað frá lögmálum myndlistarinnar. Það þarf mikla þekkingu til að spinna þráð og nota hann, þráðurinn er þannig samofinn menningunni. Marglit tvinnakeflin sem hvert og eitt hanga í mislöngum þræði á einni nál í eigin holu og skapa þannig hreyfingu og hrynjandi eins og bylgjur sem fara um loftið og minna jafnvel á sprengjuregn. Undir leikrænu yfirborðinu býr alvara og það er freistandi að lesa verkið með kynjuðum augum út frá hlutverki kvenna í samfélaginu og sögunni sem ekki fer hátt; öllu því sem lýtur að endurreisn og að hugga, laga, staga og bæta.

  • Year1994
  • TypeNýir miðlar - Innsetningar, Blönduð tækni
  • Size220 x 3260 cm
  • SummaryKvennastörf, Saumnál, Tvinnakefli
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialTvinni
2020 – Konur sem kjósa, bls. 628

2017 – LEIÐANGUR / EXPEDITION, Listasafn Reykjavíkur, bls. 32, ISBN 9979-769-56-4

2004 -Art Textiles of the world, Scandinavia, book, bls. 69

1998 -5th International Istanbul Biennieal. Catalogue 2, bls. 101

1998 - L’entrelacement et l’enveloppe, bls. 26-27: Sylvaine Van Den Esch

1997 -5th International Istanbul Biennial. on life, beauty translations and other difficulties, curated by Rosa Martinez, Catalogue, bls. 139

1996 – ANNA LÍNDAL, Kortlagning hversdagslífsins, bls. 15

1994 - X/Y Identity and position in contemporary Nordic art. Catalogue "The Treads of Anna Líndal´s Art” Halldór Björn Runólfsson, bls. 81

 

GAGNRÝNI þar sem VIÐGERÐARMAÐURINN kemur við sögu

21. mars 2000Raunveruleikinn er óviðjafnanlegur,Halldór Björn Runólfsson https://www.mbl.is/greinasafn/grein/525274/

10. febrúar 1994 Fínleiki í rými, Bragi Ásgeirsson https://www.mbl.is/greinasafn/grein/124753/?item_num=58&dags=1994-02-10

Treasures of Icelandic Art

The museum is open every day from 10am - 5pm.