Time period 07.11.2019 - 29.02.2020

2019-2020

Eirún Sigurðardóttir 1971-

Eins og heiti verksins ber með sér er það unnið á ákveðnu tímabili á árunum 2019 til 2020 og á það tvö systurverk sem litu dagsins ljós annars vegar á undan og hins vegar á eftir þessu verki, abstrakt útsaumsverk sem geta hangið úr lofti eða á vegg. Öll eru verkin unnin með sömu tækni, frjáls útsaumur í stramma án fyrirmyndar þar sem innsæi, litir og form ráða ferðinni. Hér má allt og ekkert er vitlaust, ekki þarf að rekja upp eða telja út. Flæðið sem verkin byggja á veitir frelsi til tjáningar og er andsvar við eldri útsaumsverkum Eirúnar þar sem raunsætt myndefnið er tengt minningum úr æsku listakonunnar. Gróft garnið og stramminn leiðir þó hugann að vinsælli handavinnu æskuáranna þegar saumað var eftir ámáluðum myndum á púðastramma þar sem hvert saumspor var tekið eftir fyrirframgefnu munstri.

Textile by Eirún Sigurðardóttir
LÍ-11678
Eirún Sigurðardóttir artist, by her work Time Period 07.11.2019 - 29.02.2020
  • Year2019-2020
  • TypeTextíllist, Textíllist - Útsaumsverk
  • Size90 x 142 cm
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialGarn, Járn, Strammi

Treasures of Icelandic Art

The museum is open every day from 10am - 5pm.