Spring Joy
1949
Svavar Guðnason 1909-1988
Í málverkinu Vorgleði sjáum við afmarkaða litafleti. Litaköflum er þjappað saman með ferhyrndum og þríhyrndum formum en hér og þar má sjá bognar línur sem gefa verkinu mýkt. Aðallitir eru blátt, gult og rautt. Bláu litirnir mynda dýpt á meðan ljósu litirnir líkt og dansa á yfirborði myndflatarins og leiða hugann ósjálfrátt að birtu og gleði sem er í samræmi við titil verksins. Liturinn er borinn á strigann með grófum pensilförum og litasköfu þar sem sum formin eru brotin upp með skuggum á móti hreinum flötum sem skapar vídd auk þess sem víða skín í undirlitinn svo allur flöturinn titrar. Með sýningu Svavar í Listamannaskólanum árið 1945 má segja samfelld saga abstraktlistar hefjist hér á landi. Svavar tileinkaði sér óhlutbundna myndgerð og sjálfsprottna tjáningu en afneitaði þó aldrei náttúrunni og leit á hana sem mikinn áhrifavald í sinni myndlist. Verkin skírskotuðu til hughrifa og tilfinninga í stað ytri raunveruleika. RP