Fljúgðu, fljúgðu klæði
Listasafn Íslands kynnir samstarfsverkefni með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem fræðsludeild safnsins hefur unnið að síðustu mánuði.
Tónleikarnir Fljúgðu, fljúgðu klæði í Eldborg eru vandaðir skólatónleikar þar sem þjóðsagnaarfurinn er viðfangsefni í tali, tónum og myndlist.
Á tónleikunum er birtingarmynd álfa, trölla og drauga í þjóðsagnaarfinum og myndlist kristölluð þar sem mergjuð tónlist ýtir undir fjörugt ímyndunaraflið og magnaða upplifun.
Listaverkin sem koma fram á tónleikunum eru eftir Ásgrím Jónsson, frumkvöðul í íslenskri myndlist. Mörg þeirra eru að finna í Safnahúsinu við Hverfisgötunni á sýningunni Viðnám – samspil myndlistar og vísinda. Við hvetjum kennara og skólastjórnendur einnig til þess að bóka heimsókn í Safnahúsið.
Hér má sjá nánari upplýsingar um bókun og dagsetningar.
https://www.sinfonia.is/.../grunnskolatonleikar/nanar/132
Þess má einnig geta að Listasafn Íslands gaf nýverið út bók með völdum þjóðsagnamyndum úr smiðju Ásgríms Jónssonar sem nálgast má hér: https://listasafn-islands.myshopify.com/collections/allar-vorur/products/korriro-og-dillido-thjodsagnamyndir-asgrims-jonssonar