ÁLFASMIÐJA í Listasafni Íslands, laugardaginn 17. mars kl. 13 - 14. Í tengslum við sýninguna Korriró og Dillidó - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar .Álfasmiðjan er hugsuð fyrir forvitin og fróðleiksfús börn á aldrinum 5 - 10 ára. Í álfasmiðjunni fá börn tækifæri til að semja og myndskreyta eigin álfasögur. Sagðar verða sögur af álfum og börnin munu fræðast almennt um álfa og þeirra heimkynni. Þá fá börnin einnig að fara inn í álfakirkju - þar sem leynast ýmsar gersemar.
Álfar og huldufólk eru vættir sem líkjast mönnum í útliti og háttum en eru fríðari og tígulegri og búa í íburðarmiklum híbýlum í klettum, hólum og steinum um allt land.
Öll börn sem taka þátt í álfasmiðjunni útskrifast með sérstakt skírteini í álfafræðum!Foreldrum er velkomið að taka þátt. Smiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.Verið velkomin!