Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin.
Dagskrá 28. júlí
Flytjendur:Margrét Hrafnsdóttir - sópranKaren Erla Karólínudóttir - flautaIngunn Hildur Hauksdóttir - píanó
Efnisskrá:André Caplet (1878-1925) Viens! Une flûte invisible soupire...
Léo Delibes (1836-1891) Le Rossignol
Øistein Sommerfeldt (1919-1994) Hildring I Speil, Op. 48
I. Landskap með sne
II. Ord mellom trærne
III. Lyst klirrende vår
Georges Hüe (1858-1948) Soir Païen
Camille Saint-Saëns (1835-1921) Une flûte invisible
Hugmyndin með Andrými í litum og tónum er að fólki gefist kostur á að eiga nærandi stund við samtal milli sjónlistar og tónlistar.
„Við verðum að endurheimta tímann sjálfan. Slíta hugsunina um hámarks afköst, „tíminn er peningar“ og gefa tímanum rými til að streyma í öfuga átt - til okkar.
Við verðum að taka tímann aftur inn í okkur til að leyfa meðvitundinni að anda og óreiðukendum hugum okkar að staldra við og hljóðna. Þetta getur listin gert og söfn í nútímanum rúmað.“- Bill Viola
Markmið samstarfs Íslenska flautukórsins og Listasafns Íslands er að koma á samtali milli safnkosts listasafnsins og sýninga þess við tónlistarlífið í landinu. Ætlunin er að færa gesti listasafnsins og tónlistarunnendur saman í nýrri upplifun í listasafninu þar sem tónlist og myndlist kallast á. Víkka út sjónarhorn listarinnar frá myndrammanum að öllu rýminu sem býr í skynjun okkar. Íslenski flautukórinn býr yfir mikilli tónlistarlegri vídd og flytur tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar. Með hádegistónleikaröðinni er lögð áhersla á að nýta flautuna sem kammerhljóðfæri og má þar heyra tónlist í samspili við önnur hljóðfæri og smærri hljóðfærasamsetningar, allt niður í einleiksverk.
Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Menntamálaráðyneytisins.
Að tónleikunum loknum býður kaffistofan í Listasafni Íslands - Mom's Secret Café upp á hádegisverðartilboð.
Aðgangur er ókeypis.