Mushimaru Fujieda (f. 1952, Japan) er dansari, leikstjóri og danshöfundur og er þekktur Butoh dansari. Hann hóf feril sinn með leikhópnum Ishinha árið 1972. Árið 1989 starfaði hann með Beat-skáldinu Allen Ginsberg í New York og í kjölfarið af því tækifæri hóf hann að kalla sig Náttúrulegt, líkamlegt skáld (e. Natural Physical Poet). List hans þróaðist í kringum sóló-dans þar sem hann tjáir tilfinningaþrungin augnablik í lífinu, á táknrænan hátt, líkt og hluta ljóðs, og skapaði spennu og ljóðrænu. Hann fæst einnig við grímu-dans fyrir Himalaya trúarathafnir; samvinnu í leiksýningum með tónlistarmönnum og skáldum. Hann hefur performerað og starfað með listamönnum allra listgreina og hefur haldið námskeið í yfir 20 löndum. Ásamt þremur börnum sínum stýrir Fujieda danshópunum The Physical Poets og Arakan Family. Hann lifir sjálfbæru lífi á Yakushima eyju, þar sem er forn skógur, og ferðast þaðan vegna listar sinnar, um allan heim.
Mushimaru Fujieda hefur starfað sem leikari, rithöfundur, leikstjóri, framleiðandi, handritshöfundur og dansari, á alþjóðavettvangi, síðan 1972. Verk hans hafa birst í sjónvarpsþáttum og í útvarpi. Hann hefur ferðast víða með list sína og komið fram í listastofnunum, list-tvíæringum og listahátíðum um heim allan, svo sem í Bandaríkjunum, Japan, Suður-Kóreu, Kína, Taívan, Indlandi, Mexíkó, Grikklandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Englandi, Eistlandi og á Norðurlöndunum.Dansgjörningur Mushimaru Fujieda nú í Listasafni Íslands markar fyrstu heimsókn hans á Íslandi.Ókeypis aðgangur og öllum opinn.