Gönguferð um miðborg Reykjavíkur og markverðir staðir sem tengjast sögu íslenskra myndlistarkvenna heimsóttir.
Birna Þórðardóttir leiðir gesti milli áhugaverðra staða, þar sem sjónum verður beint að sporum kvenna í borgarlandslaginu og myndlistarsögu Íslendinga. Gönguferðin hefst við Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7 sunnudaginn 3. maí klukkan 14:00 þaðan sem leiðin liggur um næsta nágrenni safnsins og slóðir íslenskra myndlistarkvenna.
Að gönguferð lokinni verður sýningin KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST skoðuð með leiðsögn og viðbúið að áhugaverðar umræður verði eftir gönguferð um slóðir íslenskra myndlistarkvenna.
Gangan er við allra hæfi. Gangan hefst klukkan 14:00 og leiðsögn í Listasafni Íslands er ráðgerð klukkan 15:30. prenta frétt