Sýningunni Gyðjur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar lýkur sunnudaginn 28. ágúst. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17.Portrett af konum eftir Sigurjón Ólafsson ásamt öðrum verkum hans, höggvin í stein eða tré, þar sem hinni kvenlegu ímynd - das ewig weibliche - er lýst og hún tekur á sig mynd gyðjunnar. Sýningin er í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarrétt á Íslandi.
Sigurjón Ólafsson er meðal þekktustu portrettlistamanna Norðurlanda og eftir hann liggja rúmlega 200 andlitsmyndir. Flestar eru þær af karlmönnum í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, en kvenportrett Sigurjóns eru síður þekkt, að undanskilinni myndinni sem hann gerði af móður sinni á1938. Fyrir þá mynd hlaut Sigurjón hin eftirsóttu dönsku Eckersberg verðlaun árið 1939. Ríkislistasöfn þriggja Norðurlanda eiga eintök af þeirri mynd.Sýningarstjóri: Birgitta Spur
Kaffistofa opin á opnunartíma safnsins. Kaffi og heimabakað meðlæti á boðstólum.