heimsókn mennta og menningarmálaráðherra - gjöf til safnsins

24.10.2019

Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir heimsótti Listasafn Íslands á 135 ára afmælisdegi safnsins þann 16. október, ásamt ráðuneytisstjóra og starfsfólki úr ráðuneytinu.Harpa Þórsdóttir tók á móti ráðherra og sýndi henni nýja yfirlitssýningu á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur og lykilverk úr safneigninni sem eru á sýningum safnsins.

Í lok heimsóknar tók ráðherra á móti gjöf til íslensku þjóðarinnar á 18 verkum Sölva Helgasonar. Danski sendiherrann á Íslandi, Eva Egesborg Hansen afhenti Lilju gjafabréf frá Ingrid Nielsen í Kaupmannahöfn til Listasafns Íslands.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17