ÍSLENSKI FLAUTUKÓRINN Á MEÐAL GÖMLU MEISTARANNA

23.2.2016

Tónleikarnir næsta föstudag verða á efri hæð safnsins þar sem sýningin Udstilling af islandsk kunst -upphaf kynningar á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn stendur yfir. Flutt verður 18. aldar tónlist á upprunaleg barokk hljóðfæri.Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Boðið er upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.Aðgangur er ókeypis.EFNISSKRÁJohann Joachim Quantz (1697-1773)Tríósónata í e-moll, QV 2:21 fyrir flautu, fiðlu og fylgirödd.AdagioAllegroGratiosoVivaceJohann Sebastian Bach (1685-1750)Tríósónata í G-dúr, BWV 1038 fyrir flautu, fiðlu og fylgirödd.LargoVivaceAdagioPrestoFlytjendur:Magnea Árnadóttir flautaSvava Bernharðsdóttir fiðlaÓlöf Sigursveinsdóttir sellóGuðný Einarsdóttir semball

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17