Breski listamaðurinn Jez Dolan sýnir verk sitt Wolfenden í Listasafni Íslands í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík frá 7. - 12. ágúst. Jez Dolan hefur getið sér gott orð fyrir LGBT+ list sína en verkið Wolfenden, vann hann að ósk breska þingsins. Hinsegin dagar í Reykjavík marka einnig upphafið að dvöl hans sem fyrsti alþjóðlegi gestalistamaðurinn í verkefninu „NATUR: North Atlantic Tale“ sem Einkofi Productions hefur veg og vanda af, en verkefnið nýtur stuðnings Creative Europe sem hluti af Evrópuári menningararfsins.