JÓHANNES KJARVAL Á FUNDI KATRÍNAR JAKOBSDÓTTUR OG MIKE PENCE

11.9.2019

Málverkið Íslandslag - Hvassárgljúfur eftir Jóhannes Kjarval prýddi vegg fundarstaðar Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Fundurinn fór fram í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli þann 4. september síðastliðinn.

Verkið er nú til sýnis á sýningunni Fjársjóður þjóðar í Listasafni Íslands þar sem sýnd eru meðal annars valin verk úr safneign safnsins er varpa ljósi á þann ríkulega myndlistararf sem við eigum. Nánar um sýninguna

Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson

 

Íslandslag - Hvassárgljúfur sem Kjarval lauk við árið 1959 er dæmigert fyrir hin frjálslegu efnistök listamannsins. Í málverkinu má sjá andlit spretta fram úr landinu, eins og sögumann sem horfir til áhorfandans. Yfir höfði hans svífur vængjuð vera við hjalandi lækjarnið á sólbjörtum degi. Blóm og jurtir skreyta sviðið og gera þennan stað að einskonar táknmynd um Íslenska náttúru í sínum blíðasta búningi. Verk þetta sýnir vel tengsl Kjarvals við symbolismann en Kjarval innleiddi nálægðina í íslenska landslagslist þar sem hann beindi sjónum að hrjóstrugum jarðveginum, hrauninu, klettunum og lággróðrinum.

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17