Gjafapappírsútgáfa Listasafns Íslands og Litrófs prentsmiðju
Það er eitthvað stórkostlegt við að umvefja gjafir með fallegri list. Listasafn Íslands og Litróf prentsmiðja kynna einstakt samstarf sem sameinar list og pappír í hátíðlegri gjafapappírsútgáfu með listaverkum Sölva Helgasonar (1820 -1895). Sölvi, eða Sólon Íslandus eins og hann kallaði sig gjarnan var mikill listamaður, sérvitringur og sjarmör sem fór óhefðbundar leiðir í lífinu. Listsköpun Sölva einkennist af fjölskrúðugu blómamynstri og safneign Listasafn Íslands geymir ódauðleg verk eftir hann sem nú hafa fundið sér leið á einstakan gjafapappír.
Við fögnum þessari fallegu útgáfu sunnudaginn 1. desember – fyrsta í aðventu – með glæsilegri kynningu í Listasafni Íslands.
Hvað er á dagskrá?
- Sýning á gjafapappírsútgáfunni með listaverkum Sólon Íslandus.
- Hátíðleg stemning með léttum veitingum.
- Tækifæri til að tryggja sér gjafapappírsrúllur á staðnum.
- Safnbúðin verður opin – full af list fyrir jólapakkann ásamt þjónustu við innpökkun!
Gjafapappírinn – listaverk í sjálfu sér
Hver örk er hönnuð til að gleðja og vekja athygli á gildi listar í daglegu lífi – og getur einnig orðið ógleymanlegur hluti af heimilinu, fallega innrömmuð.
Eftir kynninguna verður pappírinn einnig fáanlegur í safnbúð Listasafns Íslands, Litróf prentsmiðju og víðar (meira um það síðar!).
Hvenær?
- desember, fyrsti í aðventu.
Hvar?
Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7.
Við hlökkum til að fagna aðventunni með ykkur í list, pappír og gleði!
Endilega staðfestið komu ykkar hér á viðburðinn.
Með hátíðarkveðju,
Listasafn Íslands og Litróf prentsmiðja