Fögnum fegurð pappírsins

25.11.2024

Gjafapappírsútgáfa Listasafns Íslands og Litrófs prentsmiðju

Það er eitthvað stórkostlegt við að umvefja gjafir með fallegri list. Listasafn Íslands og Litróf prentsmiðja kynna einstakt samstarf sem sameinar list og pappír í hátíðlegri gjafapappírsútgáfu með listaverkum Sölva Helgasonar (1820 -1895). Sölvi, eða Sólon Íslandus eins og hann kallaði sig gjarnan var mikill listamaður, sérvitringur og sjarmör sem fór óhefðbundar leiðir í lífinu. Listsköpun Sölva einkennist af fjölskrúðugu blómamynstri og safneign Listasafn Íslands geymir ódauðleg verk eftir hann sem nú hafa fundið sér leið á einstakan gjafapappír.

Við fögnum þessari fallegu útgáfu sunnudaginn 1. desember – fyrsta í aðventu – með glæsilegri kynningu í Listasafni Íslands. 

Hvað er á dagskrá?

  • Sýning á gjafapappírsútgáfunni með listaverkum Sólon Íslandus.    
  • Hátíðleg stemning með léttum veitingum.
  • Tækifæri til að tryggja sér gjafapappírsrúllur á staðnum.
  • Safnbúðin verður opin – full af list fyrir jólapakkann ásamt þjónustu við innpökkun!

Gjafapappírinn – listaverk í sjálfu sér
Hver örk er hönnuð til að gleðja og vekja athygli á gildi listar í daglegu lífi – og getur einnig orðið ógleymanlegur hluti af heimilinu, fallega innrömmuð.

Eftir kynninguna verður pappírinn einnig fáanlegur í safnbúð Listasafns Íslands, Litróf prentsmiðju og víðar (meira um það síðar!).

Hvenær?

  1. desember, fyrsti í aðventu.

Hvar?
Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7. 

Við hlökkum til að fagna aðventunni með ykkur í list, pappír og gleði!
Endilega staðfestið komu ykkar hér á viðburðinn.

Með hátíðarkveðju,
Listasafn Íslands og Litróf prentsmiðja

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17