Krakkaklúbburinn Krummi býður börnum á öllum aldri upp á vatnslitasmiðju, laugardaginn 15.febrúar kl.14-16
TILRAUNASTOFA VATNSLITANNALeikum með vatnsliti og önnur efni. Hvað gerist þegar við blöndum ólíkum efnum saman og málum með þeim?Komdu í heimsókn!Ókeypis aðgangur fyrir börn og fullorðna í fylgd með börnum.____________________________________________Í smiðjunni byrjum við á því að skoða sýninguna Að fanga kjarnann, vatnslitaverk eftir Mats Gustafson. Komum okkur svo vel fyrir með vatnsliti og pensla og sköpum okkar eigin verk. --------------------------------------------------------------------------Elín Anna Þórisdóttir myndlistamaður stjórnar smiðjunniElín Anna er með BA gráðu í myndlist frá LHÍ (2004), diplóma í keramik frá MÍR (2016). Auk Meistaragráðu í listkennslu við LHÍ (2018). Verk Elínar snúast að miklu leiti um sköpunarferlið. Þrá eftir frelsi, gleðinni og ævintýrinu í hinu óvænta sem leiðir að listaverkinu. Hún leitar að innblæstri í skúmaskotum, raðar saman ólíkum hlutum, gerir tilraunir með litatóna, áferð og form. Í ferlinu reynir hún að finna nýtt samhengi eða jafnvægi þangað til þessi rétta tilfinning kemur fram um að verkið hafi komist á flug.