LEIRSMIÐJA Í SAFNAHÚSINU: LEIRINN OG ÍSLENSKU FJÖLLIN

14.1.2020

Leirum okkar eigið landslag og mótum íslensk fjöll. Á sýningunni Sjónarhóll má sjá röð 10 málverka frá 100 ára tímabili sem sýna fjöllin sem umkringja Reykjavík. Allt frá Akrafjalli, Skarðsheiði, Esju og Skálafell. Í dag ætlum við að fá innblástur frá verkunum ásamt því að horfa út um þakgluggann á efstu hæð Safnahússins, þar sjáum við Esjuna áður en við hefjumst handa við að móta landslagið úr Leir.

Umsjón: Guðrún J. Halldórsdóttir er menntuð í leirmótun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Guðrún hefur bæði kennt og haldið listasmiðjur í Myndlistaskólanum í Reykjavík, grunnskólum , framhaldsskólum og á listasöfnum. Í dag starfar hún sem verkefnastjóri viðburða -og fræðslu hjá Listasafni Íslands.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17