Sindri Ploder tekur á móti viðurkenningu og blómum sem Guðni Th forseti Íslands afhendir honum við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands

List án landamæra

18.3.2023

Þann 17. mars veitti List án landamæra viðurkenningu fyrir listamanneskju og listhóp ársins ásamt heiðursviðurkenningu hátíðarinnar 2023 við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands, Safnahúsinu.

Listamanneskja hátíðarinnar 2023 er Sindri Ploder.

Listhópur hátíðarinnar 2023 er Myndlistahópur Hlutverkaseturs.

Heiðurs viðurkenningu ársins 2023 hlaut Leikhópurinn Perlan.

Innilegar hamingjuóskir öll og takk fyrir ykkar framlag til listarinnar!

Það er einnig ánægjulegt að segja frá því að Listasafn Íslands mun taka þátt í listahátíðinni List án landamæra árið 2024 og mun Kristinn G. Harðarson myndlistarmaður sjá um sýningarstjórn á sýningunni sem opnuð verður í aðalbyggingu safnsins á Fríkirkjuvegi 7.

„Ég held að þið gerið ykkur ekki grein fyrir því hvað þetta er stórt fyrir okkur hjá List án landamæra. Það að komast inn í söfnin hefur verið mikil barátta alveg frá því að hátíðin byrjaði fyrir 20 árum síðan. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt og við höfum ekki alltaf haft aðgengi að sýningarstöðum landsins og það að Listasafn Íslands opni arma sína fyrir okkur er risa stórt skref og fögnum við því innilega“. -Íris Stefanía Skúladóttir, framkvæmdarstjóri List án landamæra.

„Listasafn Íslands hefur átt í ýmiskonar samstarfi við List án Landamæra sem hefur verið skemmtilegt. En þetta er fyrsta eiginlega sýningin sem mun opna í safninu sem hluti af þessari merku hátíð. Takk kærlega fyrir að bjóða okkur að vera með“. – Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17