LISTASAFN ÍSLANDS AUGLÝSIR EFTIR SÉRFRÆÐINGI Í STARF VERKEFNASTJÓRA VIÐBURÐA OG FRÆÐSLU
14.6.2019
Listasafn Íslands auglýsir eftir sérfræðingi í starf verkefnastjóra viðburða og fræðslu
Listasafn Íslands rekur söfn á þremur stöðum í Reykjavík; í aðalbyggingu safnsins að Fríkirkjuvegi, við Bergstaðastræti og á Laugarnestanga. Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og taka þátt i fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Um tímabundna ráðningu til allt að 12 mánaða er að ræða.
Helstur viðfangsefni verkefnastjóra:
· Ber ábyrgð á gerð og skipulagningu viðburða- og fræðsludagskrár sem tengist sýningum og annarri starfsemi safnsins á öllum starfsstöðvum þess.
· Sinnir samstarfi við félagasamtök, ýmsa hópa, listamenn og aðra um viðburði og sérhæft fræðslustarf í tengslum við sýningar og aðra starfsemi.
· Stýrir verktökum og skipuleggur þátttöku samstarfsfólks í viðburða- og fræðslustarfi.
· Mótar fræðsluefni fyrir ólíka hópa og hefur umsjón með útgáfu og miðlun þess.
· Sinnir safnfræðslu almennings og skólahópa allra skólastiga.
· Sinnir ýmsum viðburðum, jafnt tilfallandi og föstum viðburðum Listasafnsins.
· Sér um starfsemi krakkaklúbbsins Krumma og önnur verkefni tengd menntun barna í söfnum.
· Tekur þátt í verkefnum markaðsteymis sem teymisstjóri leiðir.
· Ritar kynningar- og fræðslutexta og texta á heimasíðu og samfélagsmiðla.
· Er tengiliður safnsins við fasta viðburði, s.s. Barnamenningarhátíð, Safnanótt og Menningarnótt.
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. háskólapróf í listfræði, safnafræði eða skyldum greinum.
· Þekking á fræðslu- og safnastarfi
· þekking á íslenskri og alþjóðlegri listasögu og samtímalist
· Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og í riti
· Færni til að rita texta og miðla fræðslu til ólíkra aldurshópa
· Tölvufærni og þekking á notkun samskiptamiðla og vefsíðna
· Þekking á verkefnisstjórnun og kostnaðaráætlunargerð
· Þekking á markaðs- og kynningarmálum
· Frumkvæði, frjó og lausnamiðuð hugsun
· Vönduð vinnubrögð, nákvæmni og eftirfylgni
· Sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
· Jákvæðni, þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
· Geta til að vinna undir álagi og sinna fjölbreyttum viðfangsefnum samtímis.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna G. Ásgeirsdóttir fjármála- og mannauðsstjóri í síma 515-9615 (annag@listasafn.is).
Um tímabundna ráðningu í 100% starf til allt að 12 mánaða er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í ágúst/september. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um auglýst starf.
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2019. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið umsokn@listasafn.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.