Listasafnsfélagið

15.1.2025

Listasafnsfélagið, hollvinafélag Listasafns Íslands, var endurvakið á stofnfundi í gær, 9. janúar, á Listasafninu við Fríkirkjuveg. Félagið er opið öllum sem vilja styðja við starfsemi safnsins.

Undirbúninghópur Listasafnsfégsins

Hvatamenn að stofnun hins nýja félags eru Katrín Jakobsdóttir, Reimar Pétursson og Salvör Nordal. Félagið byggir á lögum um hollvinafélög og er meginmarkmið þess að styðja við starfsemi Listasafns Íslands. Í gegnum tíðina hafa fjölmargir listamenn og aðrir velunnarar stutt við safnið með fjölda listaverkagjafa en líka gjafa í formi bygginga og fjármuna. Stærsta einstaka gjöfin var frá Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssyni árið 1980 sem núvirt er tæpur milljarður. Þá er stutt síðan erfingar hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem kennd eru við Síld og fisk, færðu safninu um 1400 verk.

Fjölmennt var á stofnfundi Listasafnsfélags.

Nú þegar hefur tilvonandi félagi borist vilyrði um gjöf frá þeim Birgi Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur, málverkið Askberg (2020) eftir hinn þekkta sænska málara Andreas Eriksson. Að sögn listamannsins er verkið unnið undir áhrifum frá íslenskri náttúru.

Askberg, Andreas Eriksson, 2020.

Þau sem vilja skrá sig í Listasafnsfélagið geta gert það með því að senda tölvupóst á netfangið info@listasafn.is.

Stofnfélagar Listasafnsfélagsins

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17