Bókin Listir og menning sem meðferð: Íslensk söfn og alzheimer eftir Halldóru Arnardóttur er fáanleg í Safnbúð Listasafns Íslands. Í bókinni er fjallað um hvernig nýta megi listir til að auka lífsgæði fólks með alzheimer og ástvini þess. Alzheimer sviptir einstaklinginn smám saman sjálfsmeðvitundinni en myndlist og íslenskur menningararfur geta virkjað hugmyndaflugið, tilfinningaminnið og getuna til að eiga í félagslegum samskiptum.
Bókin er gefin út af Háskólaútgáfu og styrkt af Landspítala Íslands, Hagþenki, Myndlistarsjóði, Safnasjóði, Velgerðarsjóði Auroru, Högum og Vísindasjóði Öldrunarfræðafélags Íslands.Verð: 5.900 kr. Safnbúð Listasafns Íslands er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 11 - 17.