MENNINGARNÓTT Í LISTASAFNI ÍSLANDS

16.8.2016

Leiðsögn af margvíslegu tagi verður í Ásgrímssafni og Listasafni Íslands á Menningarnótt 2016. Í Ásgrímssafni er sýningin UNDIR BERUM HIMNI – MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI þar sem verk frá ferðum Ásgríms um Suðurland og sérstaklega Vestur- og Austur-Skaftafellssýslur verða skoðuð undir leiðsögn Rakelar Pétursdóttur og Eyrúnar Óskarsdóttur. 

Í Listasafni Íslands er gestum boðið upp á styttri og lengri leiðsögn um sýningar safnsins, rætt verður við listamanninn Sigrúnu Harðardóttur og norðlenski tenórinn Snorri Snorrason syngur í sal 3 umvafinn verkum Kristínar Jónsdóttur frá Arnarnesi við Eyjafjörð. Fyrsta leiðsögnin er klukkan 12:00 og síðasta leiðsögnin er klukkan 21:00.

Sjá dagskrá hérprenta dagskrá

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17