Listasafn Íslands – Safnahúsið á Menningarnótt 2022
Við tengjum vísindi og listir í Safnahúsinu!
Listsköpun, smiðjur, þrautir, leikir og andlitsmálning fyrir yngstu gesti safnsins milli kl. 13 og 17.
Örfyrirlestrar um eldsumbrot og leiðsagnir milli kl. 16 og 21.
Kaffi og kleinur í boði safnsins.
Öll velkomin!
Kl. 13
Dúó Stemma
Lifandi og skemmtilegt tónlistaratriði þar sem gestir taka virkan þátt.
Kl. 14
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir og Menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir opna nýja barnasýningu í Safnahúsinu.
Kl. 14 – 16
Ari Ólafsson frá Vísindasmiðjunni leiðir fólk um leyndardóma rafmagnsins.
Kl. 14 – 17
Barmmerkjasmiðja þar sem líffjölbreytileiki hafsins veitir innblástur.
Kl. 14 – 17
Förum að veiða!
Leikur þar sem gestir veiða plastdýr úr hafinu.
Kl. 14 – 17
Andlitsmálning fyrir börn þar sem áhersla er lögð á undur hafsins!
Örfyrirlestrar um eldsumbrot
Kl. 17 – 17:15
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir frá eldsumbrotum á Reykjanesskaga
Kl. 17:15 – 17:30
Anna Líndal myndlistarmaður segir frá verkinu Menjar um tilfinningalegan skjálfta sem tengist umræddum eldsumbrotum. Verkið var hluti af haustsýningu Norræna hússins 2021
Kl. 17:30 – 17:45
Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur
Myndlist í eldvirkninni og eldvirkni í myndlistinni
Kl. 17:45 – 18
Haraldur Auðunsson jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík fjallar um segulsvið jarðar
Kl. 16
Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands leiðir gesti um gersemar Safnahússins.
Kl. 18
Leiðsögn um listaverkin í Safnahúsinu sem tengjast eldsumbrotum.
Dagný Heiðdal, listfræðingur.
Kl. 20 – 21
Landvernd – Hugvekja um orkuþörf
Auður Önnu Magnúsdóttir og Ágústa Jónsdóttir
www.listasafn.is