Listasafn Íslands hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna.

7.11.2024

Listasafn Íslands hlaut á dögunum tilnefninu í A – flokki Íslensku menntaverðlaunanna fyrir framúrskarandi fræðslustarf.

Við erum afar stolt af þeirri viðurkenningu sem felst í tilnefningunni og styrkir hún safnið í þeirri vegferð sem það er á varðandi fræðslustarf sitt.

Forseti Íslands Halla Tómasdóttir bauð af því tilefni til hátíðlegrar athafnar á Bessastöðum þar sem verðlaunin voru veitt í nokkrum flokkum.
Hlutverk safnsins er að varðveita og miðla myndrænum menningararfi þjóðarinnar, bæði til almennings en einnig í gegnum menntakerfið. Safnið hefur unnið að því að byggja brú inn í skólakerfið, bæði með útgáfu námsefnis í myndlæsi, virku samtali við kennara og þjónustu við öll skólastig. Fjarkennsla til skóla á landsbyggðinni er hluti af starfssemi safnsins. Þá hefur fræðsludeild safnsins unnið í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem kennaranemar kynna sér safnið sem námsvettvang. Á heimasíðu Listasafns Íslands má kynna sér nánar fræðslustarfið.


Einnig hvetjum við kennara til þess að bóka heimsókn í safnið hér

Hér og hér má einnig nálgast útgefið fræðsluefni Listasafns Íslands:

 


Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17