Miðvikudaginn 4. maí 2022 skrifuðu Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Kristín S. Hjálmtýsdóttir undir samstarfsyfirlýsingu í Listasafni Íslands, Safnahúsinu.
Í samstarfinu fellst að safnið veiti öllum hópum á vegum Rauða krossins aðgang að sýningum safnsins og menningararfi þjóðarinnar á opnunartíma safnsins.
Þá er krakkaklúbburinn Krummi einnig starfandi á safninu þar sem börnum og fjölskyldum þeirra er boðið til þátttöku í listasmiðjum tvisvar í mánuði sér að kostnaðarlausu. Með þessari samstarfsyfirlýsingu vill Listasafn Íslands hvetja önnur söfn og menningarstofnanir til þess að gera slíkt hið sama og opna dyr sínar fyrir hópum á vegum Rauða krossins.