Frá og með 1. janúar 2019 tekur gildi breyttur aðgangseyrir. Innifalið í aðgangseyri er nú heimsókn á fjóra staði, við bætist Safnahúsið við Hverfisgötu.
Auk safnanna þriggja sem mynda Listasafn Íslands; Aðalsafnhúsið við Fríkirkjuveg, Safn Ásgríms Jónssonar Bergstaðastræti og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga, gildir aðgöngumiðinn nú einnig í Safnahúsið við Hverfisgötu þar sem er sýningin Sjónarhorn, ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú.
Sýningin Sjónarhorn er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands. Fjöldi lykilverka úr safneign Listasafns Íslands eru á sýningunni en í sjö álmum Safnahússins eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil.
Aðgangur að Safnahúsinu er samvinna Listasafns Íslands við Þjóðminjasafnið, sem sér um rekstur hússins og sýningarinnar. Sjá opnunartíma og verð.