NÚ HAUSTAR AÐ

5.10.2020

Vetraropnun í Listasafni Íslands frá 1. október

Þann 1. október s.l. tók við breyttur opnunartími og er nú lokað á mánudögum en opið alla aðra daga frá 10-17 í safnhúsinu við Fríkirkjuveg. Að auki verður opið hjá okkur til kl. 21 síðasta fimmtudag hvers mánaðar og erum við þess fullviss að gestir muni nýta vel þessa löngu fimmtudaga í vetur.

Kaffihúsið Kaffi List "bubblur & beyglur" verður opið í vetur um helgar og þegar sérviðburðir verða í húsinu en lokað virka daga. Kaffihúsið var opið alla daga í sumar við góðar undirtektir gesta okkar, sem nutu veitinga og myndlistar í einstaklega fallegri safnbyggingu á Fríkirkjuvegi 7.

Safn Ásgríms Jónssonar er opið í vetur alla daga frá 13-17 en lokað mánudaga.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið um helgar í vetur frá 13-17.

Hér má sjá nánari upplýsingar um yfirstandandi sýningar safnsins. 

Hér má sjá viðburðadagskrá safnsins. Einnig er hægt að fylgjast með fréttum og viðburðum á Facebook-síðu safnsins.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17