Grafíkverk eftir Richard Hamilton í safneign Listasafns Íslands.

19.11.2024

Árið 2024 bárust Listasafni Íslands átta grafíkverk eftir hinn þekkta, breska listamann, Richard Hamilton (1922—2011). Verkin eru gjöf frá ekkju hans, myndlistarmanninum Ritu Donagh (1939—). Richard Hamilton var einn af frumkvöðlum popplistarinnar og samklipp hans frá 1956  Just what is it that makes today's homes so different, so appealing? eitt af þekktustu poppverkum listasögunnar.

Aðalsteinn Ingólfsson og Louise Hazell A Harris

Grafíkverkin átta tilheyra flokki verka sem Hamilton vann á tímabilinu 1948 til 1998 sem myndlýsingu við eitt af stórvirkjum heimsbókmenntanna, Ulysses (Ódysseif) eftir Írann James Joyce (1882-1941). Hamilton var um áratuga skeið gagntekinn af þessari skáldsögu sem segir frá einum degi (16. júní 1904) í lífi þriggja Dyflinnarbúa, þeirra Leopold Bloom, Molly Bloom og Stephen Dedalus.


Steinunn Harðardóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Stephen William Lárus, Aðalsteinn Ingólfsson

Myndabálkurinn kom fyrir sjónir almennings á alþjóðlegri grafíksýningu í Ljúblíana árið 2001 og voru þar sýnd yfir 110 verk á pappír, allt frá skissum og vatnslitamyndum til sería af grafíkverkum og tölvugrafíkverka. Vann Hamilton myndlýsingarnar í margs konar miðla og er hver mynd í mörgum útgáfum og leitaðist hann þannig við að endurspegla tilraunakennda frásagnartækni James Joyce.

Ingibjörg Jóhannsdóttir, Stephen William Lárus, Aðalsteinn Ingólfsson

Richard Hamilton tengist Íslandi í gegnum vin sinn Dieter Roth (1930—1998) sem hann kynntist árið 1961, þegar Dieter bjó á Íslandi. Frá þeim tíma voru þeir tveir góðir vinir og unnu saman að ýmsum framsæknum verkum. Samvinna þeirra birtist meðal annars í bókinni Collaborations of Ch. Rotham sem kom út árið 1977 og er í safneign Listasafns Íslands (LÍ 9021).


Ingibjörg Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Ingólfsson, Stephen William Lárus

Frá því seint á áttunda áratugnum kannaði Hamilton prentmyndtæknina ítarlega og vann oft með flóknar samsetningar mismunandi djúpþrykksaðferða. Grafíkverkin sem Rita Donagh færði safninu eru frá árunum 1981 til 1998 og eru sjö verk blanda af aðferðum, til dæmis æting, ristuþrykk og akvatinta unnin á mismunandi grunn og þrykkt ýmist með svörtu bleki eða í lit. Sjö elstu verkin eru gefin út af  Waddington Graphics í  London en yngsta verkið er tölvuunnið bleksprautuprent útfgefið af listamanninum sjálfum.

Verkin:

LÍ-12189      In Horne’s house, 1981 – 1982

LÍ 12190       Finn MacCool 1983

LÍ 12191       Leopold Bloom, 1983

LÍ 12192       The transmogrifications of Bloom, 1984-1985

LÍ 12193        Bronze by gold, 1985-1987

LÍ 12194        HOW A GREAT DAILY ORGAN IS TURNED OUT, 1988-1990

LÍ 12195        He foresaw his pale body (Lotus-Eaters), 1989-1990

LÍ 12196        The heaventree of stars (Ithaca), 1998

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17