Katrín Elvarsdóttir (f.1964)Simulacra, 2008Keypt 2020LÍ-11439Á næstu vikum verða ný verk í safneign Listasafns Íslands kynnt reglulega. Í Listasafni Íslands er meginsafn íslenskrar myndlistar og nær safneignin einkum yfir list 19. og 20. aldar, íslenska og erlenda. Í safninu eru helstu lykilverk íslenskrar listasögu á 20. öldinni eftir fremstu listamenn þjóðarinnar. Safneign Listasafnsins er í stöðugum vexti og jafnt bætast við ný verk eftir unga listamenn og verk eldri myndlistarmanna til að þétta og bæta safneignina.