Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að nýtt kaffihús hefur opnað í Listasafni Íslands. Kaktus Espressobar opnaði dyrnar á Menningarnótt og er staðsett á fyrstu hæð safnsins við Fríkirkjuveg 7.
Kaktus Espressobar býður upp á hágæða ítalskt kaffi og frábært meðlæti, súpur og samlokur. Við hvetjum fólk til að gera sér ferð og heimsækja þetta einstaklega fallega kaffihús þar sem hægt er að njóta stundarinnar með góðum kaffibolla.
Kaffihúsið er opið samhliða opnunartíma safnsins, alla daga frá 10 – 17.