Jacqueline Roque Picasso, ekkja listamannsins, gaf frú Vigdísi Finnbogadóttur höggmyndina af sjálfri sér og sem forseti Íslands kaus frú Vigdís að taka rausnarskapinn fyrir gjöf handa þjóðinni.
Í framhaldi af þessari einstæðu ákvörðun kvennanna beggja var styttan afhent Listasafni Íslands til varðveislu 1988. Síðan hefur höggmyndin oftar verið sýnd erlendis en hér heima enda talin með sérstæðustu portrettum listamannsins. Hún er því afar eftirsótt í hinum alþjóðlega listheimi.
Um sýninguna sjá nánar hér