SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU - SJÓNARHORN: SUNNUDAGSLEIÐSÖGN Í UMSJÓN LISTASAFNS ÍSLANDS

23.2.2016

Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar leiðir gesti um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Sjónarhorn er grunnsýning í sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk í eigu Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar.Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti.

Listasafn Íslands á um 130 verk á sýningunni og verður sjónum beint að þeim í leiðsögninni.  

Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. 

Allir velkomnir!

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17