Á sýningunni má sjá valin verk fjölda íslenskra samtímamyndlistarmanna auk nokkurra erlendra er endurspegla frásagnarþáttinn í íslenskri sjónmenningu.
Sýningin var sýnd í Kunsthalle Recklinghausen 2014 og verður sýnd í KUMU; Samtímalistasafninu í Tallinn, Eistlandi nú í haust.
Verkin á sýningunni eru valin af safnstjóra Listasafns Íslands, Halldóri Birni Runólfssyni og þýskum sýningarstjóra, Norbert Weber, og endurspeglar valið þá sýn á íslenska menningu sem hið glögga gestsauga getur veitt. Sýningin varpar ljósi á menningu þjóðar, frá innstu hugarfylgsnum til pólitískra átaka.
Hluti sýningarinnar felur meðal annars í sér nýleg viðtöl við listamenn hennar. Sýningunni fylgir öflug fræðsludagskrá ætluð íslenskum og erlendum safngestum.
Verk á sýningunni eiga: Björk, Dieter Roth, Erró, Gabríela Friðriksdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hulda Hákon, Jóhannes S. Kjarval, Kristleifur Björnsson, Ólafur Elíasson, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir & Anna Hallin, Ragnar Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Steingrímur Eyfjörð og Þórður Ben Sveinsson.Sýningarstjórar eru Norbert Weber og Halldór Björn Runólfsson
Sýningin er framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar í Reykjavík.nánar um sýninguna