SJÓNLÝSING Í LISTASAFNI ÍSLANDS

6.5.2016

Blint og sjónskert fólk er boðið sérstaklega velkomið í þessa leiðsögn, en Listasafn Íslands hefur fengið Guðbjörgu H. Leaman og Þórunni Hjartardóttur, sjónlýsendur, til að semja sjónlýsingar á fjórum völdum verkum á sýningunni. 

Sjónlýsendurnir sjá um þessa leiðsögn, en jafnframt sjónlýsingunum verður hægt að hlýða á lengri, listsögulegar lýsingar á umræddum verkum, á heimasíðu safnsins. Listasafni Íslands er umhugað um að ná til áhugasamra listunnenda innan þessa hóps og bjóða þeim upp á þjónustu á því formi sem hentar þeim best. Sjónlýsingarnar á þessum verkum munu síðan verða aðgengilegar sem hljóðskrár á heimasíðu safnsins, þar sem fjallað er um safneignina og vonir standa til að sjónlýstum verkum í safneigninni fjölgi á næstu misserum, eftir því sem kostur gefst. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17