STYRKTARSJÓÐUR SVAVARS GUÐNASONAR OG ÁSTU EIRÍKSDÓTTUR

29.9.2015

Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Veittur verður einn styrkur, að upphæð kr. 500.000, ungum, efnilegum myndlistarmanni.Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja umsóknum:Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og símanúmer, þrjár til fimm ljósmyndir, litskyggnur eða stafrænar myndir af verkum umsækjanda ásamt ítarlegum náms- og listferli.Umsóknir merktar: Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur, sendist til og með 30. október 2015 til Listasafns Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.

Styrknum verður úthlutað þann 18. nóvember 2015.

Í dómnefnd sitja: Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, s. 515-9600 ásamt einum fulltrúa SÍM og einum fulltrúa LHÍ.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17