SUNNUDAGSLEIÐSÖGN: SAMSPIL - SIGURJÓN ÓLAFSSON & FINN JUHL

9.6.2015

Leiðsögn um sýninguna í fylgd Eyjólfs Pálssonar, húsgagnahönnuðar og forstjóra Epal.

Sýningin SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON & FINN JUHL – HUGARFLUG MILLI HÖGGMYNDAR OG HÖNNUNAR varpar nýju ljósi á tengsl danska arkitektsins Finns Juhl (1912–1989) og Sigurjóns Ólafssonar (1908–1982) á árunum 1939 til 1945. Þeir voru báðir brautryðjendur, hvor á sínu sviði, og fóru ótroðnar slóðir í tilraunum sínum með form og efni.nánar um sýninguna á heimasíðu Listasasafns Sigurjóns Ólafssonar

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17