Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríkisdóttur óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Samkvæmt stofnskrá sjóðsins eru styrkir veittir efnilegu ungu myndlistarfólki. Fyrst var veitt úr sjóðnum árið 1995 og til þessa hafa 20 myndlistmenn notið styrks úr sjóðnum. Að þessu sinni verður úthlutað 1 milljón króna til eins eða fleiri styrkþega.
Eftirfarandi upplýsingar og gögn skal senda á umsokn@listasafn.is; nafn og kennitala umsækjanda, heimilsfang, netfang og símanúmer. Ítarlegar upplýsingar um námsferil, ásamt suttri greinagerð um listferil þar sem helstu áherslur í listsköpun umsækjanda er lýst, ásamt nokkrum ljósmyndum af verkum.
Valnefnd fer yfir og metur innsendar umsóknir. Umsóknarfrestur er til og með 25. október og úthlutun fer fram á afmælisdegi Svavars Guðnasonar, þann 18. nóvember næstkomandi.
Meira um sjóði Listasafns Íslands hér