Vefur Listasafns Íslands hlaut verðlaun sem besti opinberi vefurinn á verðlaunahátíð Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) sem fram fór 31. mars síðastliðinn.
„Það veitti okkur hjá Kolibri mikla gleði þegar vefur Listasafns Íslands var nýlega viðurkenndur af kollegum í fagsamfélaginu.Teymið sem vann að vefnum setti ríka áherslu á að móta traustan grunn með víðtækri stefnumótunar- og greiningarvinnu. Fólk með fjölbreyttar tengingar við safnið tók þátt í vinnunni sem og gestir safnsins. Þessi vandaða nálgun skilaði sér í sterkri sýn og djúpum skilningi á notendum og markmiðum listasafnsins. Allt þetta ásamt traustinu milli aðila í verkefninu skilaði sér í miklum eldmóði og drifi sem leyfði hönnuðum, forriturum, og öðrum að gera sitt besta. Okkur hlakkar mikið til að halda vegferðinni áfram og hlúa að vefnum svo að stafræn þjónusta listasafnsins vaxi enn frekar“.
Steinar Ingi Farestveit, Hönnunarstjóri Kolibri
„Með þakklæti tekur Listasafn Íslands við verðlaunum sem opinberi vefur ársins 2022 sem veitt voru af Samtökum vefiðnaðarins við hátíðlega athöfn þann 31. mars síðastliðinn. Við lögðum áherslu á að vefurinn væri stafræn miðja safnsins og safneignar Listasafns Íslands sem jafnframt rammar inn fjölbreytta starfsemi safnsins á aðgengilegan hátt. Sérstök áhersla var lögð á sýnileika myndlistarinnar, aðgengi að safnhúsum og skýra framsetningu á verkefnum safnsins s.s. söfnun myndlistar, miðlun sýninga og metnaðarfullt fræðslustarf. Við þökkum starfsmönnum Kolibri og Greipi Gíslasyni fyrir frábært samstarf og horfum með tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs“.
Guðrún Jóna Halldórsdóttir, Markaðsstjóri Listasafns Íslands
Umsögn dómnefndar:Listasafn.is
„Falleg minimalisk hönnun sem endurspeglar viðfangsefnið vel og leyfir efninu að vera í aðalhlutverki.
Vefurinn gerir vel í að koma dagskrá á framfæri á einfaldan og skýran hátt og notendavæn leitarvélin sinnir upplýsingahlutverki sínu vel“.