Það var góð stemning á Listasafni Íslands sl. sunnudag þar sem Þóra Sigurðardóttir bauð í listamannaspjall í tilefni sýningarinnar Járn, hör, kol og kalk: Ný verk eftir Þóru Sigurðardóttur. Í framhaldi af listamannaspjalli var síðan haldið upp á útgáfu bókarinnar Járn, hör, kol og kalk.
Þessi glæsilega bók var unnin á árunum 2020 til 2024 og kynnir verk Þóru Sigurðardóttur. Unnið var að gerð bókarinnar að nokkru samhliða undirbúningi fyrir samnefnda sýningu í Listasafni Íslands sem stendur til 15. september 2024.
Bókin er fáanleg í safnbúð Listasafns Íslands og víðar.