SUNNUDAGSLEIÐSÖGN Í LISTASAFNI ÍSLANDS

5.9.2016

Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST. Upphaf kynningar á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn. Listasafn Íslands –sunnudaginn 11. september kl. 14.Athugið að sama dag lýkur UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST og HRYNJANDI HVERA í Vasulka-stofu

Sunnudaginn 11. september kl. 14.00 verður Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri rannsókna og sérsafna með leiðsögn í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74Rakel mun fjalla um mótunarár listamannsins, dvöl hans í Kaupmannahöfn og myndlistarnám á árunum 1900 - 1903. Megin áhersla verður á þróun landslagsmálverka hans á árunum frá 1909 - 1928 með hliðsjón af straumum og stefnum í myndlist þeirra tíma út frá verkum á sýningunni , Undir berum himni - Með suðurströndinni  sem nú stendur yfir. Á sýningunni eru bæði vatnslita- og olíumálverk ásamt teiknibókum. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17