Á vefsýningunni eru málverk eftir Nínu Sæmundsson í eigu Listasafns Íslands, en þessi verk eru mun minna þekkt en höggmyndir hennar sem má margar sjá á sýningunni Nína Sæmundsson - Listin á hvörfum og á opinberum vettvangi, t.d. styttuna Móðurást í Mæðragarðinum við Lækjargötu í Reykjavík og Hafmeyjuna sem er hluti af höggmyndagarðinum Perlufestin við Tjörnina í Reykjavík.
Skoða sýningu á heimasíðu Sarps
Rúmlega helmingur safneignar Listasafns Íslands hefur þegar verið skráður í Sarp og þar er hægt að sjá verkin og helstu upplýsingar sem þeim fylgja. Safnmunaskrá Listasafns Íslands í Sarpi er að finna hér.Í Sarpi má sjá fleiri vefsýningar með aðföngum úr safneign Listasafns Íslands:
Benedikt Gröndal - brot úr lífi og verkum
Stofngjöf Listasafns Íslands
Grafíkverk eftir Edvard Munch í Listasafni Íslands