Við tökum vel á móti fjölskyldum í vetrarfríi grunnskóla!

21.10.2024

Listasafn Íslands er opið frá 10-17, alla daga. Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum í vetrarfríi grunnskóla dagana 24. – 28. október 2024.

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu er sýningin Viðnám – samspil vísinda og myndlistar þar sem leikur og listsköpun mætir gestur safnsins á hverri einustu hæð í safninu. Þar er einnig sýningin Stattu og vertu að steini  þar sem þjóðsögur í myndlist koma við sögu.

Þann 26. október kl. 14 verður Krakkaklúbburinn Krummi á sínum stað í Safnahúsinu. Þar er yfirskriftin „Stattu og vertu að steini“
Leirverksmiðja út frá þjóðsagnamyndum Ásgríms Jónssonar. Sögur verða sagðar af ógurlegum tröllum og börnum sem sigrast á þeim með kænsku. Búum til okkar eigin tröll sem verður að steini!  

 

Á Fríkirkjuvegi er afmælissýning safnsins Innsýn, útsýn Listasafn Íslands í 140 ár. Myndlist í öllu húsinu og dásamlegt kaffihús á staðnum.

 

Verið hjartanlega velkomin!

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17