Útleiga

Sögulegur glæsileiki.


Ertu að leita að eftirminnilegum stað til að halda viðburð sem sameinar sögulegan stórbrotleika og klassískan glæsileika?

Safnahúsið við Hverfisgötu – Perla byggingarlistar

Safnahúsið við Hverfisgötu er hluti af Listasafni Íslands. Í þessari einstöku byggingu má finna þrjá glæsilega sali sem hægt er að leigja fyrir ýmiss konar viðburði.

Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.

Safnahúsið

Lestrarsalurinn

Lestrarsalurinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu er virðulegur og fallegur salur með höfðinglegri aðkomu.
Hægt er að vera með um 100 manns í standandi opnun en um 80 manns í bíóuppröðun fyrir fundi, fyrirlestra, tónleika og ráðstefnur.
Í salnum er góður hljómburður og flygill og falleg birta frá stórum gluggum leikur um salinn.

Athugið að salurinn er ekki leigður út til almennra veisluhalda en hentar hinsvegar vel fyrir standandi samkomur, kokteil eða opnanir.

  • Skjávarpi er í salnum.
  • Hljóðkerfi
  • Falleg birta, gott næði
  • Næg bílastæði í bílastæðahúsi
  • Möguleiki að fá leiðsögn um Safnahúsið og yfirstandandi sýningu

Fundarherbergi norður

Fundarherbergi safnahússins er einstaklega virðulegt og fallegt rými fyrir fundarhöld.

  • 16 þægilegir stólar langborð
  • Falleg birta, gott næði og hægt að opna út á litlar svalir
  • Skjár
  • Fjarfundarbúnaður
  • Næg bílastæði í bílastæðahúsi
  • Mögulegt að fá leiðsögn um Safnahúsið og yfirstandandi sýningu

Fundarherbergi suður

Fundarstofa safnahússins er einstaklega virðulegt og fallegt rými fyrir fundarhöld.

  • 10 þægilegir stólar við hringborð
  • Skjár
  • Fjarfundarbúnaður
  • Næg bílastæði í bílastæðahúsi

Mögulegt að fá leiðsögn um Safnahúsið og yfirstandandi sýningu

Fyrirspurnir sendist á vala.k.gudmundsdottir@listasafn.is

Safnahúsið er staðsett við Hverfisgötu 15

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17