

Viðburðir


Dagný Heiðdal sýningarstjóri leiðir gesti um sýninguna Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir.
mið
23. apríl
14:00—16:00


Stóð ég úti í tunglsljósi
26. apríl kl. 14–16
Listaverk Finns Jónssonar af álfum og álfadrottningu verður skoðað ásamt Óskasteinum Bjargar Þorsteinsdóttur sem finna má í Safnahúsinu. Í framhaldinu búum við til okkar eigin glitrandi óskasteina sem endast út ævina. Hvers vilt þú óska þér?
lau
26. apríl
14:00—16:00


Upplestur og útgáfuhóf í lessal Safnahússins við Hverfisgötu.
sun
27. apríl
—


fös
2. maí
17:00—19:00


Samtal við Christian Marclay í lessal Safnahússins, í tilefni sýningar á verkinu The Clock í Listasafni Íslands.
lau
3. maí
14:00—15:00


Listamennirnir Orri Jónsson og Agnieszka Sosnowska taka á móti gestum og leiða um sýninguna Nánd hversdagsins.
sun
4. maí
14:00—15:00


Fuglinn fljúgandi
10. og 24. maí kl. 14–16
Við skoðum skemmtilega fugla á sýningunni Viðnám; hvíta hrafna, þjóðþekkta lóma og hálslanga svani og málum okkar eigin fallegu fugla sem fljúga með okkur út í sumarið. Fuglasmiðjan þann 24. maí er síðasta smiðja vetrarins í krakkaklúbbnum en ný dagskrá kemur út í haust.
lau
10. maí
14:00—16:00


Sýningarstjórinn Dagný Heiðdal og forvörðurinn Ólafur Ingi Jónsson taka á móti gestum og leiða um sýninguna Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir.
sun
11. maí
14:00—15:00


Christian Marcley The Clock
Leiðsögn sérfræðings um hið margrómaða verk The Clock (2010) eftir svissnesk-bandaríska listamanninn Christian Marclay sem verður sýnt á Listasafni Íslands frá 2. maí til 22. júní 2025.
mið
14. maí
14:00—16:00


Hvað er klukkan?
17. maí kl. 14–16
Við veltum fyrir okkur tímanum og búum til okkar eigin klukkur sem hægt er að stilla á þann tíma sem hentar hverjum og einum. Stórar og litlar klukkur, vekjaraklukkur, úr, stofuklukkur, nýjar og gamlar, fyndnar, skrautlegar eða einfaldar.
lau
17. maí
14:00—16:00