Viðburðir
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja
listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem
listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo
tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem
kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður
haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Mælst er til þess að börn mæti í fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
14. janúar – 8. apríl 2025
Tími þriðjudagar milli kl. 15 – 16:30
Aldur 7 – 9 ára (börn fædd 2016 – 2018)
Verð: 53.000 kr.
Takmörkuð pláss í boði.
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/frirvk/listasafn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzQ4MDM=?
Kennari: Marta María Jónsdóttir, myndlistarmaður og sérfræðingur hjá Listasafni Íslands
þri
21. jan
15:00—16:30
Art Can Heal
Málþing um listmeðferð til heiðurs Sigríði Björnsdóttur
14:00
Ávarp
Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri
14:10
Art Can Heal
Ágústa Oddsdóttir, kennari, myndlistarmaður og höfundur bókarinnar Art Can Heal. The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir. Egill Sæbjörnsson, myndlistarmaður og yfirumsjónarmaður bókarinnar.
Fjallað verður um tilurð bókarinnar Art Can Heal en í henni eru ævi og störfum Sigríðar Björnsdóttur gerð skil. Höfundur bókarinnar, Ágústa Oddsdóttir, lýsir þeim áhrifum sem listmeðferð Sigríðar hafði og hvernig hún vann að þeim hugmyndum og viðhorfum sem lágu að baki fræðum hennar.
14:30
Unchartered path that links art, medicine and mental health
Abigail Ley, listfræðingur og barnataugalæknir / Abigail Ley, MD, MA, paediatric neurologist and art historian, Medical Director of Neurodevelopmental Conditions Program at Nicklaus Children’s Hospital, Miami, FL
Abigail Ley fjallar um áhrif listmeðferðar á börn sem eru að vaxa og þroskast, þá sérstaklega þau jákvæðu áhrif sem meðferðin hefur á hegðun og andlega líðan. Í erindinu ræðir Abigail m.a. um ný klínísk rannsóknargögn og setur þau í samhengi við einstök dæmi sem Sigríður lýsir í bókinni Art Can Heal.
15:50
Kaffi
16:00–16:45
Pallborðsumræður
fim
23. jan
14:00—16:00
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja
listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem
listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo
tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem
kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður
haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Mælst er til þess að börn mæti í fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
16. janúar – 10. apríl 2025
Tími fimmtudagar milli kl. 15 – 16:30
Aldur 10 – 12 ára (börn fædd 2013 – 2015)
Verð: 53.000 kr.
Takmörkuð pláss í boði.
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/frirvk/listasafn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzQ4MDY=?
Kennari: Marta María Jónsdóttir, myndlistarmaður og sérfræðingur hjá Listasafni Íslands
fim
23. jan
15:00—16:30
Sýningaropnun!
Nánd hversdagsins: ljósmyndir eftir Agnieszka Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á opnun samsýningarinnar Nánd hversdagsins sem samanstendur af rúmlega 60 ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann.
Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands sem er tvíæringur og stendur yfir 17.–26. janúar næstkomandi.
Verkin á sýningunni voru valin úr ákveðnum myndaröðum úr höfundarverki hvers og eins listamanns þar sem birtist djúp ástríða fyrir því að ljósmynda fólk á þeim stöðum sem standa því næst. Sýningin hverfist um þá hugmynd að ákveðin augnablik sé aðeins unnt að fanga með því að ljósmyndarinn byggi upp nánd, eftirtekt og íhygli gagnvart viðfangsefnum sínum yfir langan tíma. Verkin á sýningunni bera þess glöggt vitni hve vel ljósmyndararnir þekkja þá sem þeir eru að mynda enda er nálgun þeirra þrungin væntumþykju. Ljósmyndirnar sýna einnig hve viljugar fyrirsæturnar eru til að taka þátt í hinu listræna ferli. Traustið og skilningurinn sem þar er að verki jaðrar jafnvel stundum við að vera listrænt samstarf.
Styrktaraðilar sýningarinnar eru American Friends of the National Gallery of Iceland, Statens Kunstfond, Ny Carlsberg Fondet og bandaríska sendiráðið á Íslandi. Agnieszka Sosnowska og Orri Jónsson hlutu styrk frá Myndstef.
fös
24. jan
17:00—19:00
Tröllaleikur og leirsmiðja með Úr, Búr og Agli Sæbjörnssyni
25. janúar kl. 14–16
Skemmtilegur krakkaklúbbur þar sem við leirum tröll og tröllaskart og hlustum á upplestur Egils Sæbjörnssonar myndlistarmanns úr nýþýddri bók hans um tröllin Úr og Búr, sem eru myndlistartröll. Þjóðsagnasýningin Stattu og vertu að steini, þar sem drauga, álfa og tröll er að finna, er opin í Sýningarstofunni og þar er líka tröllahringur sem er spennandi að sjá.
lau
25. jan
14:00—16:00
Leiðsögn sýningarstjóra – Nánd hversdagsins
26. janúar kl. 14
Sýningarstjórinn Pari Stave leiðir gesti um samsýninguna Nánd hversdagsins sem samanstendur af rúmlega 60 ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Verkin á sýningunni voru valin úr ákveðnum myndaröðum úr höfundarverki hvers og eins listamanns þar sem birtist djúp ástríða fyrir því að ljósmynda fólk á þeim stöðum sem standa því næst.
Leiðsögnin fer fram á ensku.
sun
26. jan
14:00—16:00
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja
listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem
listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo
tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem
kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður
haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Mælst er til þess að börn mæti í fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
14. janúar – 8. apríl 2025
Tími þriðjudagar milli kl. 15 – 16:30
Aldur 7 – 9 ára (börn fædd 2016 – 2018)
Verð: 53.000 kr.
Takmörkuð pláss í boði.
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/frirvk/listasafn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzQ4MDM=?
Kennari: Marta María Jónsdóttir, myndlistarmaður og sérfræðingur hjá Listasafni Íslands
þri
28. jan
15:00—16:30
Fimmtudagurinn langi
Síðasta fimmtudag hvers mánaðar er Listasafn Íslands opið til 22.
Fylgist með spennandi dagskrá langra fimmtudaga á samfélagsmiðlum og heimasíðu safnsins.
fim
30. jan
10:00—22:00
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja
listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem
listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo
tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem
kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður
haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Mælst er til þess að börn mæti í fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
16. janúar – 10. apríl 2025
Tími fimmtudagar milli kl. 15 – 16:30
Aldur 10 – 12 ára (börn fædd 2013 – 2015)
Verð: 53.000 kr.
Takmörkuð pláss í boði.
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/frirvk/listasafn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzQ4MDY=?
Kennari: Marta María Jónsdóttir, myndlistarmaður og sérfræðingur hjá Listasafni Íslands
fim
30. jan
15:00—16:30
Hvað gerði ég í dag?
1. og 15. febrúar kl. 14–16
Skoðum okkar eigið hversdagslíf og fáum innblástur frá ljósmyndum á sýningunni Nánd hversdagsins. Myndasöguformið verður nýtt í listsköpun þar sem ljósmyndir koma einnig við sögu.
lau
1. feb
14:00—16:00