Sýningaropnun

fös

21. feb

17:0019:00

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Þetta er mjög stór tala (Commerzbau) eftir Hildigunni Birgisdóttur, föstudaginn 21. febrúar 2025, kl. 17:00 að Fríkirkjuvegi 7.

 

Þetta er mjög stór tala (Commerzbau) var framlag Íslands til tvíæringsins í Feneyjum árið 2024. Þessi sýning hefur verið sniðin að Listasafni Íslands í samræmi við húsakynni þess við Tjörnina.  

Hildigunnur er kunn fyrir að gefa hinu smáa gaum í listsköpun sinni og varpa gagnrýnu ljósi á hnattræn framleiðslu- og dreifingarkerfi, sem og hið undarlega lífshlaup varningsins sem þessi kerfi skapa. Í verkum sínum dregur hún athyglina að litlum, einnota hlutum sem gjarnan eru fjöldaframleiddir fylgifiskar neyslumenningarinnar: umbúðum, verðmiðum, merkingum og útstillingareiningum. Hún fær þessum hlutum nýtt hlutverk en gildi þeirra og merking gjörbreytast þegar komið er út fyrir hið upprunalega samhengi þeirra.

Menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, opnar sýninguna.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17