Safnhúsin

Menningarnótt 2023 í Listasafni Íslands

lau

19. ágúst

10:0022:00

Listasafnið

Listasafn Íslands – Menningarnótt 2023

Fjölskyldudagskrá í Safnahúsinu við Hverfisgötu!

Verið hjartanlega velkomin á opnun kaffihússins Siguranna  í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Ilmandi kaffi, kökur, léttir réttir og nýbakaðar skonsur.
Í Safnahúsinu stendur nú yfir sýningin Viðnám – samspil myndlistar og vísinda.
Á Menningarnótt gefst tækifæri til þess að njóta alls hins besta sem sýningin hefur upp á að bjóða. Safnið er opið til kl. 22 og ókeypis aðgangur er að safninu á Menningarnótt.

Kl. 14 – 17
Listasmiðjur og leikir!

Á Menningarnótt verður sannkallað fjölskyldufjör í Safnahúsinu.
Ratleikur um sýninguna, skuggamyndasmiðja, leikur að litum og ljósi, klippimyndasmiðja og barmmerkjagerð.


Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg

Kl. 14 – 17
Krakkaklúbburinn Krummi!
Listaverkstæði í Listasafni Íslands
Komið og skapið í fallegu umhverfi safnsins. Alls kyns blandaður efniviður í boði, málning á striga, vatnslitir, fundinn efniviður og frumlegar aðferðir í listsköpun.
Ný dagskrá Krakkaklúbbsin Krumma fyrir haustið 2023!
Umsjón með smiðju: Kristín Dóra Ólafsdóttir

Kl. 17
Leiðsögn um Einkasafnið – Lifandi skráning og sýning á völdum verkum úr safni Ingibjargar Guðmundsdóttir og Þorvaldar Guðmundssonar.

Anna Jóhannsdóttir, sýningarstjóri leiðir gesti um sýninguna Einkasafnið á Menningarnótt í Listasafni Íslands.

Í upphafi árs 2022 var listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem kenndur var við Síld og fisk, afhent Listasafni Íslands til framtíðarvörslu. Safnið, sem samanstendur meðal annars af málverkum, teikningum, grafíkverkum, höggmyndum og lágmyndum, er með stærstu einkasöfnum hér á landi og telur um 1400 verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar. Þar af eru um 400 verk eftir Jóhannes S. Kjarval sem var mikill vinur þeirra hjóna. Safnið verður skráð sem sérsafn í Listasafni Íslands og verkunum komið á stafrænt form í gagnagrunni sem er almenningi aðgengilegur, en með því eykst einnig aðgangur að verkunum í tengslum við sýningar og útgáfu.


Hús Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74

Kl. 16
Leiðsögn í Húsi Ásgríms Jónssonar um sýninguna Gluggi í Reykjavík

María Margrét Jóhannsdóttir listfræðingur leiðir gesti um sýninguna Gluggi í Reykjavík. Sýningin samanstendur af úrvali verka eftir Ásgrím Jónsson sem eiga það sameiginlegt að tengjast nærumhverfi listamannsins í Reykjavík. Verkin eru úr safneign Listasafns Íslands en Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll listaverk sín ásamt húseign sinni að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík.


Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17