Krakkaklúbburinn Krummi
lau
13. apríl
14:00—16:00
lau
27. apríl
14:00—16:00
Vísindin eru skemmtileg list!
Er hægt að búa til listaverk með vísindalegum aðferðum? Skemmtileg myndlistarvísindasmiðja í Safnahúsinu, þar sem unnið er í anda listamanna sem í verkum sínum vinna á einhvern hátt með lögmál vísindanna.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt.
Ókeypis fyrir fjölskyldur.