Barnamenningarhátíð — Náttúra í hljóði og myndum
Barnamenningarhátíð 2022 í Reykjavík verður haldin 5. — 10. apríl.
Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.
Vegleg dagskrá í Listasafni Íslands — Safnahúsinu við Hverfisgötu 15.
Verið velkomin í heimsókn.
Fellaskóli
Nemendur Fellaskóla sýna furðufugla sem þeir unnu undir handleiðslu Grétu Guðmundsdótttur.
Seljaskóli
Nemendur í Seljaskóla sýna verk sem byggja á rannsóknum þeirra á hrauni og með innblæstri frá listsköpun Kjarvals. Auk þess sýna nemendur skólans niðurstöður rannnsókna sinna, nærumhverfi Seljaskóla sem þau unnu undir handleiðslu Dagnýjar Sifar.
Langholtsskóli
Nemendur Langholtsskóla undir leiðsögn Hönnu Grétu Pálsdóttur sýna landslagslágmyndir.
Laugarnesskóli
Nemendur 3. bekk Laugarnesskóla sýna myndir af mikilvægum fyrirmyndum og verk sem byggir á rannsókn á hljóðheimi og myndheimi Laugarneshverfisins.
Landakotsskóli
Nemendur frá Landakotsskóla sýna niðurstöður trjárannsókna.
Vesturbæjarskóli
Nemendur í Vesturbæjarskóla sýna óskir fyrir náttúruna í Reykjavík og náttúrumálverk.
Vesturborg
Nemendur í Vesturborg sýna teikningar byggðar á plönturíkinu í nágrenni skólans.
Hagaskóli
Nemendur úr Hagaskóla sýna innsetningu sem þau hafa unnið úr gömlum yfirgefnum tjöldum og hljóðrásir tengdar þeim. Hvert tjald sýnir ólíkt svæði úr náttúrunni og óma hljóðverk úr hverju tjaldi sem fær sýningagesti til þess að upplifa sig nær hverju þema. Auk þess sýna Hagskælingar útsaum með ljósrásum af hversdagslegum hlutum sem sem samfélagsleg pressa hefur sett fram sem nauðsynlega í okkar daglega lífi.
Verkefnið unnu nemendur úr Hagaskóla þverfaglega með kennurum sínum:
Atli Kristinsson, náttúrufræði.
Brynja Emilsdóttir, textílmennt.
Gunnhildur Ólafsdóttir, myndmennt.
Sesselja Tómasdóttir, myndmennt.
Rakel Tanja Bjarnadóttir, hönnun og smíði.
Þóranna Dögg Björnsdóttir, tónlist.
Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.
Verið velkomin í heimsókn.