Kjarval, Jóhannes S. Kjarval (1885–1972),
Hugsun um teikninguna / The Thought of the Drawing, 1944,
Túsk á pappír / Tusch on paper,
Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland
Listaverkasjóður Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, 
LÍ-ÞGIG 71

Gæðastund fyrir eldri borgara

mið

18. okt

14:0015:00

Listasafnið
Gæðastundir

Hugsun um teikninguna
Leiðsögn sérfræðings um sýninguna Hugsun um teikninguna.
Í listaverkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar er að finna um 300 teikningar og önnur verk á pappír eftir Jóhannes S. Kjarval. Við val verka á sýningunni – sem spannar allan feril listamannsins og helstu viðfangsefni hans, mannamyndir, landslags- og náttúrutengd verk og fantasíur – var fjölbreytni í efnisvali og efnistökum höfð að leiðarljósi. Sýnd eru myndverk sem unnin voru með blýanti, bleki, penna, koli, krít, vaxlit, vatnslit og olíulit á ýmis konar undirlag.

Dagskráin er ætluð eldri borgurum og er samsett af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi Listasafns Íslands. Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt.

Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands.
Bakkelsið er í boði Brauðs og Co. sem styrkir verkefnið.
Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17